Hildur Ársælsdóttir fæddist í
Kaupmannahöfn 31. janúar 1980. Árið 2000 lauk hún einleikaraprófi í
fiðluleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Guðnýjar
Guðmundsdóttur og stundaði síðar nám við Konservatoríið í Kaupmannahöfn.
Auk verkefna með Amiinu hefur hún starfað með dönsku hljómsveitinni
Efterklang og fjölda annarra listamanna. Þá hefur Hildur starfað sem
lausráðinn fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennt fiðluleik.
|

|
Edda Rún Ólafsdóttir fæddist
í Reykjavík 3. febrúar 1978. Hún stundaði fiðlunám hjá Mark Reedman og Lin
Wei við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan 7. stigi. Auk ýmissa
tónlistarverkefna með Amiinu hefur hún starfað með dönsku hljómsveitinni
Efterklang, bæði á tónleikaferðalögum og plötum sveitarinnar. Hún hefur
einnig komið fram með öðrum hljómsveitum og listamönnum og kennt fiðluleik
við Tónmenntaskóla Reykjavíkur.
|
María Huld Markan Sigfúsdóttir
fæddist í Reykjavík 29. september 1980. Hún stundaði fiðlunám hjá
Guðnýju Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan
einleikaraprófi árið 2000. Árið 2007 lauk hún BA-prófi í tónsmíðum frá
Listaháskóla Íslands eftir þriggja ára nám, sem hún stundaði að hluta til
við Dartington College of Arts í Bretlandi. María Huld hefur tekið þátt í
fjölda verkefna á tónlistarsviðinu auk þess að vera meðlimur í Amiinu. Þar
má einkum nefna Hóp fólks (2000) og Hrafnagaldur Óðins (2002). Tónverk
hennar hafa ennfremur verið flutt á Íslandi, í Bandaríkjunum og víðar. Þá
hefur hún starfað með innlendum og erlendum tónlistarmönnum eins og Slow
Blow, Sigur Rós og The Album Leaf.
|
 |
Sólrún Sumarliðadóttir fæddist í Reykjavík 10. ágúst
1977. Hún stundaði nám í sellóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og
lauk þaðan 8. stigi, en hóf síðan það nám við Tónlistarháskólann í
Maastricht í Hollandi. Hún lauk síðan BA-prófi í tónvísindum frá
Háskólanum í Utrecht og MA-prófi í menningarstjórnun frá Goldsmith’s
College í London. Auk verkefna með Amiinu og ýmsum öðrum tónlistarmönnum
hefur hún meðal annars sinnt kennslu í sellóleik, verið fyrirlesari og
stundakennari í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og tekið þátt í
stefnumótun í menningarmálum Reykjavíkurborgar.
|
Magnús Trygvason
Eliassen
Bio:
amiina is a band based in Reykjavík Iceland. At present the band
counts six people - Edda Rún Ólafsdóttir, Hildur Ársælsdóttir, María
Huld Markan Sigfúsdóttir, Sólrún Sumarliðadóttir, Magnús Trygvason
Eliassen and Guðmundur Vignir Karlsson (aka Kippi Kaninus). The bands
origins go back to the late 1990s when four girls studying string
instruments at the Reykjavík College of Music formed a string quartet,
playing classical music, but increasingly moving on to playing all
sorts of music with various bands in Reykjavík. In 1999 the quartet
joined Icelandic band Sigur Rós on stage. The collaboration has
continued ever since with amiina contributing strings to Sigur Rós’
music on tours and in the recording studio on the albums ( ) , Takk
and Með Suð... In 2004 amiina’s first EP AnimaminA was released,
followed by the Seoul single (2006), the album Kurr (2007), a Lee
Hazlewood collaboration on a 7” vinyl Hilli (at the Top of...) (2008)
and the limited release EP Re Minore (2009). In the autumn of 2007
drummer Magnús Trygvason Eliassen joined amiina on tours, adding
percussion to the band’s textures. A few months later in early 2008 a
collaboration between Kippi Kaninus and amiina was established while
preparing a show together for the Reykjavík Arts Festival. The merging
of Kippi Kaninus' electronics and rhythms with amiina's sounds and
Magnús' percussion became the starting point for more established
collaboration between the six musicians. A new album is expected to be
released Septeber 2010.
|